Umboðsmannakerfi Ísland.is

Leiðbeiningar fyrir umboðsmannakerfi Ísland.is:

Umboðsmannakerfi Ísland.is er rekið af Þjóðskrá Íslands og slóðin á vefinn hjá þeim er Ísland.is

Ísland.is logo

Íslykill fyrirtækis notaður til innskráningar á Ísland.is.

Eftir innskráningu finnið Stillingar kubbinn neðst til hægri (september 2017) og smellið á hann.

Ísland.is logo

Neðst á stillingasíðunni er tengill til að veita eða breyta umboðum, smellið á hann.

Ísland.is logo

Neðst á þeirri síðu geturðu slegið inn kennitölu þess sem á að geta unnið í umboði viðkomandi fyrirtækis.

Ísland.is logo

Undir þjónustuveitandi þarftu að finna Vinnueftirlit ríksins - minarsidur.ver.is.

Eftir að þjónustuveitandi er valinn birtast þau umboðshlutverk sem í boði eru.

Einungis er hægt að velja eitt hlutverk hverju sinni en hægt er að skrá nokkur hlutverk á sömu kennitölu með því að fara aftur í gegnum ferlið.

Nöfnin eru vonandi nokkuð lýsandi en núna (september 2017) eru þrjú hlutverk virk.

  1. Umsýsla slysaskráninga
  2. Umsýsla vinnuvéla
  3. Yfirnotandi - Getur allt sem öll önnur umboðshlutverk geta

Gildir frá er dagurinn í dag og velja þarf gildir til dagsetningu.

Svo er umboðinu bætt við og sést það þá í lista efst á síðunni.